Samfélagsmál
Melrakkasetrið sinnir sínu nærsamfélagi og býður nemendum í Grunnskóla Súðavíkur upp á fræðslu um melrakka, mýs og fleiri spendýr í íslenskri náttúru. Unnið er í samstarfi við kennara skólans eftir því sem hægt er að koma því við.
Börnin læra um spendýr á Íslandi með sérstakri áherslu á hagamýs og melrakka.
Má segja að börnin séu mjög áhugasöm og mörg hver ansi vel að sér um spendýrin okkar, margar nýjar hugmyndir hafa vaknað um efni og framsetningu á sýninguna í kjölfar þessara skólaheimsókna.
Allir íbúar Súðavíkur fá frítt inn á sýningu Melrakkasetursins og eiga sérstakt aðgangskort því til staðfestingar. Börn þurfa þó að koma í fylgd fullorðinna.