29.09.2008 - 10:28

Fyrsta eintaki

Tvr kynslir a leik - bi drin eru af hvta afbriginu. Mynd: Jhann li Hilmarsson
Tvr kynslir a leik - bi drin eru af hvta afbriginu. Mynd: Jhann li Hilmarsson
Melrakkasetri Íslands barst á dögunum hræ af myndarlegum, sumargömlum karlref sem hafði lent fyrir bíl í Þingeyjarsýslunum. Dýrið er af hvíta afbrigðinu og gefur góða mynd af millistiginu milli sumar og vetrarbúnings því hvíti vetrarfeldurinn er farinn að myndast á búknum.
Þar sem um afar gott eintak var að ræða var ákveðið að halda hræinu til uppstoppunar fyrir sýninguna sem verður í Eyrardalsbænum og opnuð þarnæsta vor. Má því segja að hér sé kominn fyrsti sýningargripurinn sem á safninu verður, sem er í eigu Melrakkasetursins. Gefandi er S. Hlynur Snæbjörnsson frá Reykjadal og eru honum hér með færðar þakkir fyrir fenginn.

Vefumsjn